Námskeið
Ég er búinn að vinna með fólki við að öðlast betra líf og betri andlega og líkamlega heilsu síðan árið 2008. Það hefur gengið vel en á síðasta ári ákvað ég að breyta því hvernig ég vinn. Reynsla mín hefur nefnilega sýnt mér fram á það að þeir sem koma til mín yfir lengri tíma eru þeir sömu og náðu mestum árangri. Inn á milli voru að koma einstaklingar sem voru að búast við því að koma til mín í einn eða tíma mundi gera kraftaverk í lífi þeirra. Þó svo að auðvitað séu til dæmi um það að miklar breytingar verði á stuttum tíma þá er raunveruleikinn venjulega sá að breytingar taka tíma, vinnu, skuldbindingu og raunverulegan áhuga til breytinga.
Í dag vinn ég því nær eingöngu með fólki til lengri tíma. Venjulega um 5-6 mánuði í einu með hverjum einstaklingi. Síðan ég byrjaði að gera þetta svona hefur árangurinn verið virkilega góður. Raunveruleikinn er sá að venjulega þegar við finnum okkur komin í þrot vegna kvíða, andleysis, framtaksleysis eða einhverskonar vanlíðan þá hefur ferlið á þann stað verið lengi í gangi. Því er varla raunhæft að ætlast til þess að allt gangi til baka á mjög stuttum tíma. Því má segja að ég sé bara með námskeið í dag, þó svo að ég leyfi stundum gömlum kúnnum að koma í einn og einn tíma.
Stöðumat og framtíðarsýn
Stöðumat og framtíðarsýn er frír tími þar sem ég og hugsanlegur kúnni hittumst og skoðum hvort það sé grundvöllur til samvinnu til lengri tíma. Það felst engin skuldbinding með því að bóka sig tímann nema að mæta auðvitað. Það getur vel verið að viðkomandi finnist það sem ég hef að bjóða ekki vera fyrir sig og eins getur verið að ég telji mig ekki vera rétta aðilann til þess að vinna með viðkomandi. Það er í góðu lagi. Heiðarleiki og hreinskilni er algert frum skilyrði fyrir góðu samstarfi.
Hvað segja þau sem hafa prófað!
Brennan námskeið
Undanfarin ár hef ég haldið Brennan námskeið sem byggjast á þeirri menntun, þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér sem Brennan heilari og ráðgjafi.
Á þessum námskeiðum skoðum við helstu þætti sem hafa áhrif á orkukerfi mannsins, og tengsl þess við tilfinningar, hugsanir og meðvitund. Við kíkjum á hvernig ótti og aðrar ómeðvitaðar tilfinningar stýra oft lífi okkar meira en við almennt gerum okkur grein fyrir og hvað er hægt að gera til þess að öðlast meiri innri frið og frelsi.
Í dag held ég þessi námskeið eingöngu sem helgarnámskeið. Fjórum sinnum tveir og hálfur tími. Hvert námskeið samanstendur af 5 til 9 einstaklingum.
Önnur námskeið
Í gegnum árin hef ég reglulega flutt inn erlenda fyrirlesara og námskeiðshaldara til þess að standa fyrir fyrirlestrum og námskeiðum hér í Reykjavík. Sem dæmi um þetta eru Jack Canfield (Chicken soup for the soul og The Secret) 2008, Priscilla Bright (fyrrum skólastjóri Barbara Brennan School og Healing) 2012 og nú síðast Roland Berard í september 2014 með frábært námskeið í Hakomi og Healing Precense. Vonandi verður hægt að fá einhvað af þessu frábæra fólki aftur hingað á klakann.
Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að standa í því að flytja inn fleira gott fólk sem hefur eitthvað gott fram að færa. Best að fylgjast með þessu með því að skrá sig á póstlistann.
Fyrirlestrar
Hvað er heilun?
Þennan skemmtilega fyrirlestur hef ég flutt marg oft. Í honum fjalla ég um uppbyggingu orkukerfis mannsins og hvernig við getum haft áhrif á það á meðvitaðan hátt. Ég nota tónlist og æfingar til þess að hjálpa viðstöddum að lesa og skynja eigið orkukerfi. Flestir leita að andlegu og/eða líkamlegu jafnvægi, á einhvern hátt og reyni ég að varpa ljósi á það hvernig heilun getur hjálpað fólki til þess. Eins velti ég fyrir mér spurningum eins og, hver eru tengslin milli sálrænna, líkamlegra og orkulegra þátta og hvernig getur sú þekking hjálpað þér að líða betur? Af hverju finnst okkur við vera að lenda í sömu vandamálunum og aðstæðum aftur og aftur? Af hverju heilun? Hvað fór úrskeiðis? Af hverju erum við ekki heil? Ekki get ég fullyrt að ég hafi endanlega svör við þessum stóru spurningum en ég viðra nokkrar hugmyndir sem sumum finnast sennilega áhugaverðar. Fyrirlesturinn byggir alfarið á þeirri menntun/þjálfun sem ég hef hlotið og þeirri reynslu sem ég hef aflað mér í vinnu minni í gegnum árin.
Til að panta hjá mér fyrirlestur er best að hafa samband hér.