Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svar sitt er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram í Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...

Hvað segja þau sem hafa prófað!

  • Ég leitaði til Kristjáns vegna þess að ég fann til óöryggis og var í töluverðu ójafnvægi. Ég hafði áður prófað að leita til sálfræðings sem hjálpaði í byrjun en ég staðnaði svo. Eftir vinnunna með Kristjáni hefur öryggi mitt komið aftur og ég orðinn meira ég sjálfur á nýjan leik. Ég kann núna að jarðtengja mig og setja mig í fyrsta sæti. Á einfaldara með að skilja mínar eigin tilfinningar. Kristján hefur góða nærveru, þægilegur og afslappaður. Þú þarft ekkert að vita hvað þú ætlar að segja eða tala um. Hann leiðir þig áfram. Hann gerði kraftaverk fyrir mig!  Fær mín bestu meðmæli!

    Andreas Boysen
  • Ég fór að vinna með Kristjáni vegna andlegra erfiðleika. Ég átti í samskiptavandamálum og var að glíma við töluvert óöryggi. Ég hafði áður leitað mér aðstoðar hjá heimilislækni og farið til sálfræðings. Eftir vinnuna með Kristjáni hef ég meira sjálfstraust, veit meira um sjálfan mig, meira öryggi, meiri bjartsýni og betri líðan. Kristján er með svörin sem mig vantaði og mjög þægilegur. Ég hafði allavega mjög gott af þessu.

    Trausti Sigurgeirsson
  • Þegar ég byrjaði í viðtalstímunum hjá Kristjáni,  var mitt aðalmarkmið að ná betra sambandi við líkama minn og ná betri heilsu líkamlega, tilfinningalega og andlega. Eftir nokkurra mánaða vinnu að þá hef ég öðlast betra jafnvægi á öllum sviðum og er að uppskera betri heilsu, hef breytt mataræðinu, byrjuð aftur í ræktinni eftir 4 ára hlé og er öll að styrkjast 🙂 Einnig tókum við á erfiðum áföllum úr fortíðinni og í dag er meiri og betri sátt í hjarta mínu 🙂 Ég er þakklát fyrir þetta ferðalag 🙂

    Ingibjörg Þengilsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því mig vantaði að komast út úr lífsmunstri  sem ég hafði skapað og var ekki að virka fyrir mig. Ég hafði áður prófað hugleiðslu og jóga sem hafði virkað vel. Í dag er ég  jarðtengdari og lifi í núinu. Ég er hamingjusöm með lífið. Ég er orkumeiri, finn friðsæld innra með mér sem var ekki áður, og treysti sjálfri mér meira til að takast á við verkefnin sem lífið færir mér. Kristján hann hlustar, fer í gegnum erfiða hluti með alúð og hefur þau verkfæri sem þarf til að geta hjálpað. Takk fyrir mig, Kristján. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að vinna með þér. Ég algjörlega elska lífið mitt í dag!

    Helga S. Davíðsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns þar sem ég var gjörsamlega týnd í lífinu. Vissi ekki hvaðan ég var að koma eða hvert ég var að fara. Ég hafði verið hjá sálfræðingi sem vinnur með hugrænaatferlismeðferð, og það virkað vel fyrir mig. Á þessum tímapunkti þurfti ég eitthvað annað og meira. Ég er ekki lengur týnd, ég fann sjálfa mig aftur, veit hvert ég er að fara og hvaðan ég kom. Ég er sjálfsöruggari og get sagt að ég sé ánægð með sjálfa mig bæði líkamlega og andlega. Ég hef aldrei verið eins sterk áður og með mitt á hreinu. Ég er að upplifa meiri orku, ég er einfaldlega bara ánægð með lífið. Er hamingjusöm og líður mjög vel. Kristján hefur góða nærveru. Hann spyr spurninga þannig að maður þarf að skoða viðhorf sitt betur. Æfingarnar sem maður fær með sér heim - þær virka. Ef fólk er tilbúið að prófa eitthvað öðruvísi ekki bara að sitja hjá sálfræðingi og spjalla þá er Kristján sá sem getur hjálpað. Kristján kom inn í líf mitt nákvæmlega á þeim tíma sem ég þurfti á hjálp að halda. Án hans væri ég ekki þar sem ég er í dag, hamingjusöm, sjálfsörugg, sterk og ánægð með lífið. Takk fyrir að vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda.

    Guðrún Svava Viðarsdóttir
  • Ég var mjög langt niðri andlega og vantaði hjálp til að vinna úr sorg og reiði sem ég hafði byggt upp innra með mér í mörg ár og ekki getað unnið úr. Ég hafði áður prófað að fara til sálfræðings en það gerði lítið fyrir mig til lengdar. Í dag er ég orðin meðvitaðari um eigin tilfinningar og hvernig ég get betur haft stjórn á þeim. Ég kann betur að meta sjálfa mig en ég gerði áður. Ég hef lært að átta mig á því hvað ég vil og hvernig ég kemst í áttina að því. Ég tek meiri ábyrgð á eigin hamingju og eigin lífi. Ég hugsa meira fram á við og um það hvert ég vil stefna og hvað ég vil með líf mitt. Ég á auðveldara með að takast á við reiðina og sorgina. Eg hef meiri stjórn á tilfinningum mínum. Ég er farin að sjá betur að ég er ekki alltaf orsök vandans og að ég er meira virði en mér fannst. Ég get betur stjórnað tilfinningum mínum í erfiðum samskiptum og hef lært að setja skýrari mörk. Kristján er frábær í að finna hvernig manni líður, hann hreinlega les líkamstjáningu þína og er frábær í að kenna manni að fá styrk og stjórn á tilfinningunum. Kristján hefur hjálpað mér að byggja upp sjálfsöryggi mitt og breita viðhorfi mínu til lífsins með ýmsum æfingum sem enginn sálfræðingur hefur kennt mér. Þakklæti hefur hann einnig kennt mér að hafa í forgrunni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst honum og hans aðferðum sem hafa hjálpað mér að fá meira út úr lífinu. Mæli með…. 😉

    Sigurbjörg Jónsdóttir

Staðsetning

Ég er með aðstöðu í Rósinni sem er uppi á fjórðu hæð til vinstri í  Bolholti 4. Það er bæði lyfta og stigi í húsinu. Þegar þú kemur inn, skaltu fara út skónum, taka af þér útiföt og hengja upp í fatahenginu. Svo skaltu setjast niður og slaka á þangað til ég næ í þig er kemur að þér. Ég er oftast á tíma áætlun en ef ég er aðeins á eftir vil ég biðja þig um að sýna þolinmæði.

Algengar spurningar

Hvað er stöðumat og framtíðarsýn?

Stöðumat og framtíðarsýn er frír tími sem tekur um klukkustund. Í tímanum skoðum við þau vandamál sem þú ert að glíma við og hvaða skref þú þarft að taka til þess að ná árangri.  Það er engin skuldbinding um samvinnu falin í því að koma í svona tíma en ef við náum vel saman og ég tel að ég geti hjálpað, má vera að ég bjóði fram aðstoð mína við það.

Í hvernig klæðnaði er best að mæta í tíma?

Ég mæli með því að þú komir í þægilegum léttum klæðnaði sem þér líður vel í.

Hvað er hæfilegt að það líði langur tími á milli tíma?

Við reynum að setja áætlunina þannig upp að þú komir um það bil vikulega til að byrja með en lengjum svo bilið milli tíma er líður á umsamið tímabil. 

Hvernig líður manni eftir tíma?

Það er mjög einstaklings bundið hvernig fólki líður eftir tíma. Flestum líður ákaflega vel. Sumir verða viðkvæmir og þurfa að fara vel með sig. Það fer eftir því hvað er í gangi hjá hverjum og einum. Ef þér líður á einhvern hátt illa eftir tíma skalt þú endilega láta mig vita sem fyrst.

Get ég treyst því að það sem komi fram í tíma fari ekki lengra?

Algerlega. Allt sem okkur fer á milli er trúnaðarmál. Ég ræði samt í einstaka tilvikum skjólstæðinga mína, án þess að gefa upp nöfn, við faglegan umsjónarmann minn til þess að hjálpa til við minn persónulega og starfslega þroska svo ég geti veitt skjólstæðingum mínum sem besta þjónustu.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri