Er ekki kominn tími á breytingar?
Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?
Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svar sitt er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.
Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.
Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.
Tíminn tekur klukkustund og fer fram í Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.
Ég býð aðeins nokkra fría tíma á viku svo þú skalt ekki bíða með að bóka!

Hvað segja þau sem hafa prófað!
Staðsetning
Ég er með aðstöðu í Rósinni sem er uppi á fjórðu hæð til vinstri í Bolholti 4. Það er bæði lyfta og stigi í húsinu. Þegar þú kemur inn, skaltu fara út skónum, taka af þér útiföt og hengja upp í fatahenginu. Svo skaltu setjast niður og slaka á þangað til ég næ í þig er kemur að þér. Ég er oftast á tíma áætlun en ef ég er aðeins á eftir vil ég biðja þig um að sýna þolinmæði.
Ég er með aðstöðu í Rósinni sem er uppi á fjórðu hæð til vinstri í Bolholti 4. Það er bæði lyfta og stigi í húsinu. Þegar þú kemur inn, skaltu fara út skónum, taka af þér útiföt og hengja upp í fatahenginu. Svo skaltu setjast niður og slaka á þangað til ég næ í þig er kemur að þér. Ég er oftast á tíma áætlun en ef ég er aðeins á eftir vil ég biðja þig um að sýna þolinmæði.
Algengar spurningar
Stöðumat og framtíðarsýn er frír tími sem tekur um klukkustund. Í tímanum skoðum við þau vandamál sem þú ert að glíma við og hvaða skref þú þarft að taka til þess að ná árangri. Það er engin skuldbinding um samvinnu falin í því að koma í svona tíma en ef við náum vel saman og ég tel að ég geti hjálpað, má vera að ég bjóði fram aðstoð mína við það.
Ég mæli með því að þú komir í þægilegum léttum klæðnaði sem þér líður vel í.
Við komum okkur saman um fjölda tíma í upphafi. Oftast er um að ræða 8 tíma á þremur til fjórum mánuðum eða eða 15 tíma á sex mánuðum.
Við reynum að setja áætlunina þannig upp að þú komir um það bil vikulega til að byrja með en lengjum svo bilið milli tíma er líður á umsamið tímabil.
Það er mjög einstaklings bundið hvernig fólki líður eftir tíma. Flestum líður ákaflega vel. Sumir verða viðkvæmir og þurfa að fara vel með sig. Það fer eftir því hvað er í gangi hjá hverjum og einum. Ef þér líður á einhvern hátt illa eftir tíma skalt þú endilega láta mig vita sem fyrst.
Algerlega. Allt sem okkur fer á milli er trúnaðarmál. Ég ræði samt í einstaka tilvikum skjólstæðinga mína, án þess að gefa upp nöfn, við faglegan umsjónarmann minn til þess að hjálpa til við minn persónulega og starfslega þroska svo ég geti veitt skjólstæðingum mínum sem besta þjónustu.