Aðstoð, trúnaður, hlýja og traust.
Ef þú gerir ekkert, breytist ekkert.

Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svar sitt er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram í Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...

Hvað segja þau sem hafa prófað

 • Ég var mjög langt niðri andlega og vantaði hjálp til að vinna úr sorg og reiði sem ég hafði byggt upp innra með mér í mörg ár og ekki getað unnið úr.Ég hafði áður prufað að fara til sálfræðings en það gerði lítið fyrir mig til lengdar.Í dag er ég orðin meðvitaðari um eigin tilfinningar og hvernig ég get betur haft stjórn á þeim. Ég kann betur að meta sjálfa mig en ég gerði áður.  Ég hef lært að átta mig á því hvað ég vil og hvernig ég kemst í áttina að því. Ég tek meiri ábyrgð á eigin hamingju og eigin lífi.Ég hugsa meira fram á við og um það hvert ég vil stefna og hvað ég vil með líf mitt. Ég á auðveldara með að takast á við reiðina og sorgina. Eg hef meiri stjórn á tilfinningum mínum. Ég er farin að sjá betur að ég er ekki alltaf orsök vandans og að ég er meira virði en mér fannst. Ég get betur stjórnað tilfinningum mínum í erfiðum samskiptum og hef lært að setja skýrari mörk.Kristján er frábær í að finna hvernig manni líður, hann hreinlega les líkamstjáningu þína og er frábær í að kenna manni að fá styrk og stjórn á tilfinningunum. Kristján hefur hjálpað mér að byggja upp sjálfsöryggi mitt og breita viðhorfi mínu til lífsins með ýmsum æfingum sem enginn sálfræðingur hefur kennt mér. Þakklæti hefur hann einnig kennt mér að hafa í forgrunni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst honum og hans aðferðum sem hafa hjálpað mér að fá meira út úr lífinu. Mæli með…. 😉

  Sigurbjörg Jónsdóttir
 • Ég var að glíma við kvíðaköst og neikvæðar tilfinningar í minn garð, fannst ég ekki vera eins og aðrir og hlyti því að vera eitthvað gölluð. Einnig fannst mér eins og ég væri að einangrast frá mínum nánustu og standa mig verr í vinnunni út af þessu.Ég var búin að prófa að fara á meðvirkni-námskeið og til markþjálfa en það var lítið að hjálpa mér.Í dag er ég í mun betra jafnvægi heldur en ég var og það er að skila betri samskiptum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Er einnig óhræddari við að tjá mínar skoðanir sérstaklega í vinnunni.Það hefur komið mér á óvart hversu mikil breyting hefur orðið á andlegri líðan hjá mér. Mér líður almennt mun betur, get t.d. tekist á við aðstæður sem áður voru að valda mér kvíða-köstun. Ég á í mun betri samskiptum við mína nánustu og þessi tilfinning "að vera eitthvað gölluð" er nánast hætt að trufla mig.Kristján náði til mín og það er ekki auðvelt þar sem ég er frekar lokaður persónuleiki. Það er auðvelt að tala við hann og hann hefur góða nærveru. Í tímunum fórum við yfir erfið mál og fékk ég góð ráð og leiðbeiningar hvernig ég gæti unnið betur með aðstæður og sjálfa mig. Kristján les mann mjög vel og greinilegt að hann hefur einlægan áhuga á að skjólstæðingar hans nái árangri.Ég er mjög þakklát að hafa ákveðið að fara í prufutíma til Kristjáns þegar ég þurfti mest á því að halda, takk kærlega fyrir mig.

  Margrét Harðardóttir
 • Ég fór til kristjáns vegna þess að mig vantaði að byggja mig andlega betur upp. Ég hafði prufað margt en enginn náð svona vel til mín áður. Ég fann árangur mjög fljótlega, eða bara á öðrum hittingi okkar. Núna er ég sterkari andlega og líður betur með mig og það sem ég er að gera í mínu lífi. Vinnan mín er mjög krefajandi og ég finn að vinnan með kristjáni hefur hjálpað mér mikið þar. Þar sem ég get sett skýrari mörk gagnvart sjálfri mér og öðrum. Ég finn að samskipti mín við bæði fjölskyldu og vinnufélaga hafa orðið betri. Ég tekst á við hlutina af meiri bjartsýni og er með jákvæðara viðhorf til alls sem ég þarf að takast á við í mínu daglega lífi. Kristján hefur góða nærveru, tekur fólki eins og það er. Fordómalaus. Hjálpar manni að sjá sjálfan sig frá ýmsum sjónarhornum og byggir síðan upp á því jákvæða á hverjum tíma og fer dýpra en flestir sem ég hef áður leitað til. Takk kærlega fyrir mig kristján.

  Júlíana kr. Kristjánsdóttir
 • Ég fór að vinna með Kristjáni til þess að stilla mig af, finna sjálfa mig upp á nýtt og vinna í meðvirkni og áföllum.Áður hafði ég prófað sitt lítið af hverju, dáleiðslu, heilun og sálfræðing. Skilaði allt einhverjum árangri, en ekki varanlegum. Í dag er ég farin að leyfa mér að finna fyrir tilfinningunum mínum og gefa þeim pláss í stað þess að grafa þær niður og keyra áfram. Ég stunda þakklæti á hverjum degi og er farin að setja meira traust út í lífið vitandi það að ég get ekki stjórnað neinu nema mínum eigin viðbrögðum. Ég er betur í stakk búin til þess að taka á þeim vandamálum sem koma upp og það hefur gert það að verkum að það er meiri ró yfir sjálfri mér og fjölskyldunni heldur en nokkurn tíman áður. Ég þekki sjálfa mig betur og gef mér meira rými. Á heildina litið myndi ég telja að ég sé bjartsýnni á lífið og farin að setja öðrum heilbrigðari mörk. Kristján hefur einstaklega góða nærveru og er annt um velferð skjólstæðinga sinna. Hann hefur góða eftirfylgni sem ég tel vera gríðarlega mikilvæga í hnitmiðaðri sjálfsvinnu. Hann mætir fólki á þeim stað sem það er og hjálpar þeim að fá aðra sýn á sjálft sig og aðstæður sínar með þeim verkfærum sem hann hefur í kassanum hjá sér. Ég get mælt með Kristjáni við alla þá sem eru tilbúnir að taka skref í átt að bættri líðan. Takk fyrir mig og samveruna Kristján, þú hefur sjaldgæfa gjöf í þinni vinnu og ég er viss um að hún kemur til með að hafa meiri áhrif en þig grunar í margfeldinu.

  Þóra Isaksen

Margra ára reynsla!

Kristján Haraldsson er með Bachelor gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands.
Eftir það kláraði hann fjögurra ára nám í Barbara Brennan School of Healing með diploma og bachelor gráðu vorið 2008.
Kristján hefur unnið sem Heilari og Ráðgjafi undnanfarin ellefu ár við góðan orðstír.
Hann hefur líka tekið ýmis námskeið í þjálfun og hefur yfir 30 ára reynslu sem íþróttaþjálfari. Kristján sérhæfir sig í því að aðstoða þá sem hafa neikvæða sjálfsmynd, eru að glíma við kvíða og langar að fá meira út úr lífinu.
Hann er með aðstöðu í Reykjavík en fer annað slagið norður til Akureyrar að vinna.

Okkar hlutverk

Er við komum hingað jarðar erum við öll svona eins og litlir neistar eða ljós. Öll ljósin falleg líkt og stjörnurnar á næturhimninum.  Það er ekki okkar hlutverk hér að bera okkar ljós saman við önnur ljós. Okkar hlutverk er að passa að okkar ljós lýsi sem skærast svo að heimurinn missi ekki af því sem við höfum fram að færa.

Vertu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu sendar fréttir og pistla

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri