Brennan heilun
Brennan heilun er vandlega úthugsað og margreynt orkuheilunarkerfi. Það er ennþá í þróun þar sem þekking og reynsla er sífellt að aukast. Stöðugt er verið að gera rannsóknir og skoða hina ýmsu þætti orkukerfi mannsins og tengsl þess við umhverfið.
Barbara Brennan
Barbara Ann Brennan er stofnandi skólans sem nú hefur starfað í 38 ár. Hún er eðlisfræðingur og fyrsta konan til að vinna fyrir Geimferðastofnun BandaríkjannaNASA. Barbara er doktor í Heimspeki og trúarbragðafræði. Hún útskrifaðist líka frá The Institute of Core Energetics og svo er hún Senior Pathwork® Helper. Barbara hefur skrifað tvær metsölubækur Hands of Light og Light Emerging sem eru viðurkennd grunnrit í heimi óhefðbundinna aðferða til að hjálpa fólki til betri heilsu. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hands of light hefur verið þýdd á íslensku og heitir Hendur ljóssins. Ný bók frá Barböru kom svo út á Síðasta ári Cor Light Healing.
Brennan skólinn
Barbara Brennan School of Healing var stofnaður 1982 og hefur útskrifað yfir 3000 heilara frá yfir 50 löndum. Skólinn er í dag staðsettur á tveimur stöðum í heiminum. Í Florida eru höfuðstöðvar skólans en svo er hann líka starfandi í Oxford í Englandi. Það tekur 4 ár að læra Brennan Heilun og er aðeins hægt að læra hana í þessum skólum Barböru. Námið er viðurkennt háskólanám og í Flórída í Bandaríkjunum þar sem skólin er búin að starfa lengst er hægt að útskrifast með Bachelor of Schience gráðu auk hefðbundinnar diploma gráðu. Auk þess er hægt að taka 3 ár í viðbót til þess að öðlast kennararéttindi við Skólann. Það er mjög auðvelt að hafa áhrif á orkusvið annarra. Við gerum það öll á hverjum degi í okkar daglegu samskiptum. Fagkunnátta felst að miklu leiti í því að hafa góða stjórn á eigin orkukerfi sem og að hafa góða stjórn á heilunartækni til þess að vinna með kúnnum. Heilari þarf að þekkja og skilja grundavallaratriði og lögmál orkusviðsins, líffæra og lífeðlisfræði, hvernig maður getur stjórnað og haft áhrif á eigið orkusvið og haft samskipti við aðra á heilandi hátt. Brennan heilun er samofið kerfi heilunartækni, eigin heilunar og persónulegs þroska. Í dag eru 7 Íslendingar útskrifaðir sem Brennan heilarar. Hér er hlekkur á heimasíðu skólans.
Helstu bækur barböru Brennan
Fyrsta bók Barböru “Hands of Light®—A Guide to Healing Through the Human Energy Field” kom út árið 1989. Alveg frá útkomu bókarinnar hefur hún verið grunnrit á sviði orku og andlegrar heilunar sem oft er vísað í. Hún hefur verið þýdd á 26 tungumál og selst í yfir milljón eintökum víða um heim. Bókin var gefin út í íslenskri þýðingu árið 1992. Á íslensku heitir bókin “Hendur ljóssins” . Bókin hefur verið ófánaleg á Íslensku í mörg ár. Hægt er að nálgast bókina í sumum bókasöfnum. Hér er hægt að kaupa hana á ensku.
Önnur bók Barböru Brennan “Light Emerging—The Journey of Personal Healing” kom út árið 1993. Hún varð líka metsölubók víða um heim í flokki nýaldar bóka. Light Emerging hefur ekki verið þýdd á íslensku en á mörg önnur tunugumál. Hér er hægt er að kaupa hana á ensku.
Þriðja bók Barböru í bókaröðinni kom svo út árið 2019 og heitir “Core Light Healing”. Core Light Healing gefur hinum bókunum ekkert eftir og er á margan hátt eðlilegt framhald. Þessi síðasta bók Barböru hefur ekki verið þýdd á íslensku. Hér er hæst að kaupa hana á ensku.