Hvað segja þau sem hafa prófað!

Nýjustu meðmælin

  • Mér fannst ég svo týnd og vildi finna leið til að vinna sem best úr mínum málum. Þess vegna leitaði ég aðstoðar hjá Kristjáni.Ég hafði prófað áður einhver samtöl á vegum heilbrigðiskerfisins. En þau náðu svo grunnt og nýttust mér ekki til langframa. Nú hef ég fundið minn innri styrk og aukna trú á sjálfa mig. Ég öðlaðist kjark til að sækja um starfið sem hentar mér með markvissri sjálfsvinnu og  jákvæðu aðhaldi frá Kristjáni. Svo upplifi ég meiri jarðtengingu og aukna núvitund. Mér líður betur með sjálfa mig og langar að komast lengra í því að tengjast mínum nánustu, með þeim aðferðum sem Kristján kennir og halda áfram að vaxa og dafna. Ég ætla að muna að þakka fyrir hvern dag. í dag upplifi ég aukið sjálfstraust og trúi á sjálfa mig. Ég hef losnað við þessa tilfinningu, að vera týnd og hrædd við að missa tökin. Í nútíma samfélagi þar sem mannleg samskipti hafa breyst, þá er gott að mæta í tíma hjá Kristjáni. Ræða lífið og tilveruna, finna hvert ég stefni í samtali við vin, og upplifa traust og hlýju. Ég upplifði líka kraftaverk á tímabilinu, þar sem ég fann fyrir vaxandi kvíða og einmanaleika. Þegar ég mætti til Kristjáns og ræddi það. Þá hjálpaði hann mér að losna við kvíða mottuna sem ég bar framan á mér á einu augabragði. Ég hef fulla trú á því sem Krisján er að gera og er endalaust þakklát fyrir að hafa leitað til hans. Hann er heill í sínu starfi. Einlægur, þægilegur, traustvekjandi og frábær heilari.

    Astrid Björk Eiríksdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna andlegra og samskiptalegra vandamála sem voru farin að taka sér bólfestu í líkamlegum kvillum. Áður hafði ég átt samtöl við hina ýmsu fræðinga, farið til kiropraktorara, nuddara og hitt lækna. Eftir vinnuna með Kristjáni er ég farin að sjá hlutina í réttara ljósi. Farin að forgangsraða og hætt að ýta hlutunum á undan mér. Horfist í augu við vandann og ræðst á hann. Næ betur að jarðtengja mig og að hlusta á hvað ég vil. Já ég er með meiri jákvæðni og bjartsýnni á allan hátt. Samskiptin eru orðin skýrari og betri á margan hátt. Hef náð að ýta í burtu óæskilegum hlutum og aðstæðum í mínu lífi og er farin að geta sagt nei. Hef mun meiri orku og er farin að hlakka til svo margs. Ég finn að ég sjálf er við stjórnvölinn og er að njóta mun betur en áður. Ég er farin að setja fólki mörk. Kristján les mann eins og opna bók. Hann hefur góða nærveru, veit hvað hann er að gera, er þægilegur, dæmir ekki, er góður hlustandi, byggir upp sjálfstraustið stig af stigi og bendir manni á þau verkfæri til sjálfsvinnu sem við öll höfum en komum sjálf ekki auga á. Síðast en ekki síst leggur hann mikla áherslu á að við metum það sem við höfum og iðkum þakklæti. Kærar þakkir Kristján, fyrir samveruna, samtölin, heilunina, hláturinn, gráturinn, góðu ráðin, alúðina, að benda mér á verkfærin mín og bara allt.

    Hulda Ólafsdóttir
  • Ástæðan fyrir því að ég leitaði aðstoðar Kristjáns var mikil andleg og líkamleg vanlíðan og samskiptaleg vandamál. Ég hafði prófað sálfræðinga og námskeið hjá geðheilsuteymi heilsugæslunnar en fannst það ekki skila neinu. Ég sé mig nú í fyrsta skipti í réttu ljósi. Á mikið auðveldara með samskipti við bæði fjölskyldu og fólk almennt. Finnst allt í lífinu auðveldara. Hnúturinn í maganum sama sem horfinn. Elska sjálfa mig í fyrsta skipti á ævinni. Kvíði ekki lengur fyrir næsta degi. Sé núna að ég hef alltaf verið mjög dugleg að takast á við lífið. Er ánægð með mig og veit ég get miklu meira en ég hafði trú á áður. Hef í fyrsta skipti á minni lífsleið áhuga og trú á mér í svona mikla andlega vinnu.  Ég elska hvern tíma og vil helst ekki að hann klárist. Fékk vonina. Jákvæðari, bjartsýnni, hef meiri orku og ég brosi meira. Hef aldrei liðið betur á minni 53 ára ævi. Finn meiri slökun og minni spennu í öllum líkamanum. Augun mín eru bjartari og ég stend beinni og öruggari með líkama minn. Hann hefur indæla og bestu nærveru sem ég hef kynnst. Fann loks þá hjálp og lærdóm sem ég hef leitað af allt mitt líf hjá honum. Það eru ekki til nógu sterk orð til að mæla með honum. Hann er bara bestur. Ef ég þarf svona hjálp eftir einhver ár og hann er en að vinna við Brennan heilun mun ég alltaf fara til hans. Ég hlakka til allra tíma og finnst ég komin langt í betri líðan á styttri tíma en ég hélt að væri bara yfirleitt hægt í þessu lífi. Sé í fyrsta skipti á ævinni hve lífið er og getur verið dásamlegt og gott. Þetta er það allra besta sem ég hef gert allt mitt líf. Finnst ég fyrst núna vera að eignast líf.

    Thelma Pétursdóttir
  • Ég  var að takast á við andleg vandamál sem leiddu til líkamlegra vandamála, mikla meðvirkni og niðurrif. Ég hafði áður prófað dáleiðslu, kvíðalyf og líkamsrækt. Eina sem gerði eitthvað fyrir mig var líkamsræktin en það var ekki mikið að gera fyrir mína andlegu djöfla nema rétt á meðan á líkamsræktinni stóð. Það hafa orðið miklar breytingar í lífi mínu eftir vinnuna með Kristjáni. Ég er sterkari og stoltari, næ að sjá hlutina í réttu ljósi. Í dag geri ég mér grein fyrir því þegar að ég er að fara í spíral og hvað triggerar það. Kristján kenndi mér að jarðtengja mig og róa mig í aðstæðum sem ég taldi mig ekki ráða við og takast á við þær aðstæður með sjálfsmildi að vopni. Hann kenndi mér einnig að horfa á líf mitt og sjá sigrana sem í dag ég  er stolt af. Sjálfsniðurrifið sem ég stundaði alla daga er farið og þegar að ég fer í þann gír næ ég að stöðva það í fæðingu. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á líðan minni bæði andlega og líkamlega. Ég er bjartsýn og spennt fyrir nýjum tímum. Kristján spurði mig út í hvaða áhugamál ég ætti og kom ég að tómum kofanum þegar að ég íhugaði það. Í dag er ég í sífelldri skoðun á því hvað vekur áhuga minn og hefur ýmislegt komið upp sem er spennandi. Ég er mun betri í samskiptum við aðra því sjálfsmat mitt er betra og í stöðugum vexti. Ég er spennt fyrir komandi tímum og ég var það svo sannarlega ekki þegar að ég gekk fyrst inn á stofu Kristjáns. Kristján er dásamlegur í alla staði. Hann hefur yndislega nærveru og hann les fólk mjög vel. Hjá honum fannst mér ég örugg og treysti honum fyrir öllu lífi mínu. Hann dæmir ekki og í raun drepur dóma hjá sínum skjólstæðingum með því að skoða hvað veldur og af hverju maður dæmdi sig svo hart. Hann er réttsýnn og ótrúlega faglegur í öllu ferlinu. Hann er léttur og skemmtilegur og er mjög annt um að viðkomandi nái árangri. Brennan heilunin er dásamleg og væri ég til í að fá hana alla daga ársins. Ef eitthvað í lífi þínu er að valda þér vanlíðan mæli ég hiklaust með Kristjáni. Besta fjárfesting sem ég hef gert og er ég Kristjáni ævinlega þakklát.

    Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því ég var að glíma við andleg vandamál og áföll frá æsku. Ég hafði farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs. Kristján hefur fært mér mikilvæg verkfæri sem hjálpa mér að sjá lífið í nýju og betra ljósi. Líðan mín hefur breyst til hins betra eftir að hafa unnið með honum. Hann sýndi mér leiðir til að bæta líf mitt og líðan til hins betra og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Eftir að hafa farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs þá taldi ég að ekkert væri hægt að gera fyrir mig. Svo heyrði ég af Kristjáni og ákvað að gera eina tilraun enn í að reyna að fá aðstoð. Kristján hefur svo sannarlega aðstoðað mig gríðarlega mikið, hefur mjög mikla þekkingu á sínu sviði og mikill fagmaður. Hans þekking hefur hjálpað mér meira en nokkur önnur aðstoð sem ég hef leitað eftir. Mig langar að þakka þér kærlega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, með þinni aðstoð er framtíðin orðin björt og mun ég verða þér ævinlega þakklát.

    Heiða Kristín Helgadóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna samskiptavanda sem var farinn að hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan. Ég hafði áður farið á stutta lyfjameðferð hjá heimilislækni en vissi að það myndi bara deyfa líðan og tilfinningar en ekki bæta stöðuna. Eftir vinnuna með Kristjáni á ég góðar leiðir til að bregðast við þegar vanlíðan, særindi og vondar tilfinningar sækja á. Ég er í góðu jafnvægi og líður miklu betur andlega. Ég hef lært að standa betur með sjálfri mér og sjá að ég á allt gott skilið. Samskiptavandinn sem varð til þess að ég fór til Kristjáns er ekki lengur vandi í mínu lífi. Ég hlakka til að finna fyrir meiri orku og löngun til að sinna því sem eflir mig og styrkir andlega og líkamlega. Kristján hefur góða nærveru og með kærleika og hlýju tekst honum að fá mann til að skoða inná við og læra að þekkja sjálfan sig betur. Hann er fagmaður fram í fingurgóma með mikla þekkingu á sínu sviði. Andrúmsloftið er afslappað og maður þorir að ræða öll sín hjartansmál því maður veit að hann dæmir aldrei. Ég mæli 100% með Kristjáni því þú getur ekki annað en komið sterkari og heilli frá vinnunni með honum. Kærar þakkir fyrir ánægjulega samvinnu og góð kynni. Þú ert frábær í alla staði.

    Jóhanna Þorvaldsdóttir

Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svarið er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram á stofunni minni í Bolholti 4. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...

Ég hef lokað í bili fyrir bókanir í “Stöðumat og framtíðarsýn”. Allt fullt eins og er. Ef þú þarft að ná sambandi við mig og eða vilt komast á biðlista skaltu smella á umslagið neðst til hægri á síðunni og senda mér skilaboð.

Eldri meðmæli

  • Ég leitaði mér aðstoðar hjá Kristjáni vegna áskorana í sambandi og vegna andlegra og líkamlegra einkenna. Eina sem ég hafði prófað áður var að ég fór til ráðgjafa fyrir um 20 árum, enn það skilaði ekki miklu, var trúlega ekki tilbúinn sjálfur. Eftir vinnuna með Kristjáni hef ég miklu betri stjórn á m.a kvíða og þar með eigin líðan. Ég á auðveldara með að vera í núinu. Ég hef miklu meira sjálfstraust, meiri orku og hugsa minna um hvað öðrum finnst. Heldur skoða ég frekar hvernig mér líður með það sem ég tek mér fyrir hendur. Kristján er mjög faglegur og hefur sérstaklega þægilega nærveru. Var algjörlega rétti aðilinn fyrir mig. Ég mæli sannarlega með Kristjáni fyrir þá sem þurfa að vinna í sjálfum sér.

    Jón Viðar Óskarsson
  • Ég leitaði til Kristjáns því mig vantaði að komast út úr lífsmunstri  sem ég hafði skapað og var ekki að virka fyrir mig. Ég hafði áður prófað hugleiðslu og jóga sem hafði virkað vel. Í dag er ég  jarðtengdari og lifi í núinu. Ég er hamingjusöm með lífið. Ég er orkumeiri, finn friðsæld innra með mér sem var ekki áður, og treysti sjálfri mér meira til að takast á við verkefnin sem lífið færir mér. Kristján hann hlustar, fer í gegnum erfiða hluti með alúð og hefur þau verkfæri sem þarf til að geta hjálpað. Takk fyrir mig, Kristján. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að vinna með þér. Ég algjörlega elska lífið mitt í dag!

    Helga S. Davíðsdóttir
  • Ég var mjög langt niðri andlega og vantaði hjálp til að vinna úr sorg og reiði sem ég hafði byggt upp innra með mér í mörg ár og ekki getað unnið úr. Ég hafði áður prófað að fara til sálfræðings en það gerði lítið fyrir mig til lengdar. Í dag er ég orðin meðvitaðari um eigin tilfinningar og hvernig ég get betur haft stjórn á þeim. Ég kann betur að meta sjálfa mig en ég gerði áður. Ég hef lært að átta mig á því hvað ég vil og hvernig ég kemst í áttina að því. Ég tek meiri ábyrgð á eigin hamingju og eigin lífi. Ég hugsa meira fram á við og um það hvert ég vil stefna og hvað ég vil með líf mitt. Ég á auðveldara með að takast á við reiðina og sorgina. Eg hef meiri stjórn á tilfinningum mínum. Ég er farin að sjá betur að ég er ekki alltaf orsök vandans og að ég er meira virði en mér fannst. Ég get betur stjórnað tilfinningum mínum í erfiðum samskiptum og hef lært að setja skýrari mörk. Kristján er frábær í að finna hvernig manni líður, hann hreinlega les líkamstjáningu þína og er frábær í að kenna manni að fá styrk og stjórn á tilfinningunum. Kristján hefur hjálpað mér að byggja upp sjálfsöryggi mitt og breita viðhorfi mínu til lífsins með ýmsum æfingum sem enginn sálfræðingur hefur kennt mér. Þakklæti hefur hann einnig kennt mér að hafa í forgrunni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst honum og hans aðferðum sem hafa hjálpað mér að fá meira út úr lífinu. Mæli með…. 😉

    Sigurbjörg Jónsdóttir
  • Ég fór að vinna með Kristjáni til þess að stilla mig af, finna sjálfa mig upp á nýtt og vinna í meðvirkni og áföllum.Áður hafði ég prófað sitt lítið af hverju, dáleiðslu, heilun og sálfræðing. Skilaði allt einhverjum árangri, en ekki varanlegum. Í dag er ég farin að leyfa mér að finna fyrir tilfinningunum mínum og gefa þeim pláss í stað þess að grafa þær niður og keyra áfram. Ég stunda þakklæti á hverjum degi og er farin að setja meira traust út í lífið vitandi það að ég get ekki stjórnað neinu nema mínum eigin viðbrögðum. Ég er betur í stakk búin til þess að taka á þeim vandamálum sem koma upp og það hefur gert það að verkum að það er meiri ró yfir sjálfri mér og fjölskyldunni heldur en nokkurn tíman áður. Ég þekki sjálfa mig betur og gef mér meira rými. Á heildina litið myndi ég telja að ég sé bjartsýnni á lífið og farin að setja öðrum heilbrigðari mörk. Kristján hefur einstaklega góða nærveru og er annt um velferð skjólstæðinga sinna. Hann hefur góða eftirfylgni sem ég tel vera gríðarlega mikilvæga í hnitmiðaðri sjálfsvinnu. Hann mætir fólki á þeim stað sem það er og hjálpar þeim að fá aðra sýn á sjálft sig og aðstæður sínar með þeim verkfærum sem hann hefur í kassanum hjá sér. Ég get mælt með Kristjáni við alla þá sem eru tilbúnir að taka skref í átt að bættri líðan. Takk fyrir mig og samveruna Kristján, þú hefur sjaldgæfa gjöf í þinni vinnu og ég er viss um að hún kemur til með að hafa meiri áhrif en þig grunar í margfeldinu.

    Þóra Isaksen
  • Þegar ég leitaði mér aðstoðar hjá Kristjáni átti í bæði í andlegum og samskiptalegum erfiðleikum. Ég hafði áður leitað til sálfræðings en fannst það ekki gera nóg fyrir mig. Í dag finnst mér ég vera miklu meira ég aftur. Ég er tengdari sjálfri mér og get unnið betur úr erfiðum aðstæðum. Auk þess hef ég meiri orku og bjartsýni og er betri í samskiptum. Ég get mælt með Kristjáni því hann hjálpaði mér mikið með sjálfa mig. Ég var á slæmum stað en er á frábærum stað núna.

    Berglind Anna Holgeirsdóttir
  • Ég fór að vinna með Kristjáni vegna andlegra erfiðleika. Ég átti í samskiptavandamálum og var að glíma við töluvert óöryggi. Ég hafði áður leitað mér aðstoðar hjá heimilislækni og farið til sálfræðings. Eftir vinnuna með Kristjáni hef ég meira sjálfstraust, veit meira um sjálfan mig, meira öryggi, meiri bjartsýni og betri líðan. Kristján er með svörin sem mig vantaði og mjög þægilegur. Ég hafði allavega mjög gott af þessu.

    Trausti Sigurgeirsson
  • Ég leitaði til Kristján vegna andlegra og samskiptalegra vandamála.Ég hafði áður farið til sálfræðings sem var fínt til að byrja með. Eins hafði ég líka farið  til markþjálfa sem var líka góður undirbúningur.Í dag er ég búin að fá sjálfstraustið mitt að mestu leyti til baka aftur. Ég finn mikið minna fyrir kvíða. Ég veit betur hversu mikils virði ég er og hvernig virðingu og framkomu ég á skilið.Eftir vinnuna með Kristjáni er ég er bjartsýnni, hamingjusamari, líður almennt betur og betri í samskiptum.Mér fannst gott að tala við hann og hann er skilningsríkur. Svo er stofan hans rólegt umhverfi og verkefnin góð bæði núna og eins fyrir framtíðina.

    Sigríður Ástmundsdóttir
  • Ég fór að vinna með Kristjáni til að leita að fræðslu um heilun en fékk svo miklu meira en það út úr tímunum. Lífið hefur hent að mér ýmislegu misgóðu sem hafði síðan grafið sig djúpt í sálina. Þrátt fyrir að hafa leitað til fagaðila virtist sársaukinn í sálinni sitja fastur og án þess að gera mér grein fyrir því, hafði þessi sársauki áhrif á núverandi lífsmunstur mitt. Eftir vinnuna með Kristjáni þá skil ég sjálfa mig betur. Mér finnst ég sjálfsöruggari og hef fengið í hendurnar bjargráð sem auðvelt er að nota. Í dag finnst mér lífið dásamlegt. Kristján leggur mikið upp úr því að traust og trúnaður sé á milli sín og skjólstæðinga sinna. Það er gott að mæta til hans í tíma og upplifunin alltaf sú að maður sé velkomin og hann tilbúinn að hlusta. Nálgun Kristjáns varð til þess að ég stend betur með sjálfri mér og hlakka til að takast á við framtíðina.

    Svala H. Sigurðardóttir
  • Ég var að glíma við kvíðaköst og neikvæðar tilfinningar í minn garð, fannst ég ekki vera eins og aðrir og hlyti því að vera eitthvað gölluð. Einnig fannst mér eins og ég væri að einangrast frá mínum nánustu og standa mig verr í vinnunni út af þessu.Ég var búin að prófa að fara á meðvirkni-námskeið og til markþjálfa en það var lítið að hjálpa mér.Í dag er ég í mun betra jafnvægi heldur en ég var og það er að skila betri samskiptum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Er einnig óhræddari við að tjá mínar skoðanir sérstaklega í vinnunni.Það hefur komið mér á óvart hversu mikil breyting hefur orðið á andlegri líðan hjá mér. Mér líður almennt mun betur, get t.d. tekist á við aðstæður sem áður voru að valda mér kvíða-köstun. Ég á í mun betri samskiptum við mína nánustu og þessi tilfinning "að vera eitthvað gölluð" er nánast hætt að trufla mig.Kristján náði til mín og það er ekki auðvelt þar sem ég er frekar lokaður persónuleiki. Það er auðvelt að tala við hann og hann hefur góða nærveru. Í tímunum fórum við yfir erfið mál og fékk ég góð ráð og leiðbeiningar hvernig ég gæti unnið betur með aðstæður og sjálfa mig. Kristján les mann mjög vel og greinilegt að hann hefur einlægan áhuga á að skjólstæðingar hans nái árangri.Ég er mjög þakklát að hafa ákveðið að fara í prufutíma til Kristjáns þegar ég þurfti mest á því að halda, takk kærlega fyrir mig.

    Margrét Harðardóttir
  • Ég leitaði til kristjáns vegna andlegra veikinda sem voru búin að hrjá mig frá unglingsárum. Ég var einnig í erfiðum fjölskylduaðstæðum og átti erfitt með að fóta mig almennt í lífinu. Ég varmeð mikinn kvíða og ótta daglega og hafði mjög lágt sjálfsmat. Ég hafði farið í meðferð við áfengisvanda og meðferð á geðsviðinu á Reykjalundi. Einnig til sálfræðinga, geðhjúkrunarfræðinga og geðlækna. Ég hafði líka prófað atferlismeðferð hjá geðdeild og farið á námskeið í hugleiðslu. Ég hef náð að takast betur á við lífið. Lært að lifa í hjartanu og hafa trú á sjálfum mér. Vinnan sem ég hef unnið með Kristjáni hefur þroskað mig það mikið að ég þekki varla manninn sem ég var. Þakklætið sem ég upplifi daglega og verkfærin sem ég hef til að tækla hindranir sem verða í mínum vegi eru ómetanleg. Það hefur margt gerst í lífi mínu bæði gott og slæmt á þeim tíma sem ég hef unnið með Kristjáni.  Að leita til hans hefur verið ein af bestu ákvörðunum í lífi mínu. Svo mikilvægt að fá þennan stuðning til að  læra á sjálfan mig á meðan ég hef verið að takast á við erfiða hluti. Í dag hef ég töluvert meiri orku og gleði. Ég sé tækifærin á ótrúlegustu stöðum. Mér gengur afskaplega vel í samskiptum við sjálfan mig og fjölskylduna. Kvíðinn og óttinn koma sjaldnar upp og þegar það gerist veit ég hvernig ég á að díla við það. Kristján er einstaklega hæfileikaríkur í því að lesa mann og sjá ljósið manns. Ég hef ekki hitt neinn með hans nálgun áður. Hans meðferð hefur komið mér lengst áfram af öllu því sem ég hef reynt. Það er einstakt að tala við hann og vinna saman í lausn og betri líðan Ég vil þakka Kristjáni fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og gerir enn.

    Sigurjón Sverrir Ingibjargarson

Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svarið er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram á stofunni minni í Bolholti 4. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...
  • Ég var að glíma við andleg og samskiptaleg vandamál. Leið ekki vel á þeim stað sem ég var á persónulega í lífinu. Ég hafði farið í nokkra tíma til sálfræðings fyrir mörgum árum, líka í hjónabandsráðgjöf og reynt að tjá mig og leita ráða hjá vinum og ættingjum. Það skilaði einhverjum árangri til mjög skamms tíma en svo féll allt í sama farið. Ég hef náð aftur lífshamingjunni og hef lært að þekkja mig betur og hverjar tilfinningar mínar eru. Ég hef lært að setja mér mörk og að setja mig í forgang. Ég finn það á því hvað mér líður miklu betur og hamingjutilfinningin kemur einhvern vegin svo náttúrulega fram í hlátri og meiri og dýpri samskiptum við þá sem mér þykir vænt um. Ég er búin að læra að finna það hvað ég vil fá út úr lífinu og að lifa því til fulls. Áður en ég kom til Kristjáns var ég búin að missa sjónar á því hvað ég vildi og var búin að sætta mig við að vera ekki hamingjusöm í mínu lífi og farin að vorkenna mér í þeirri stöðu. Í dag er ekki pláss fyrir það því ég er búin að læra að þakka fyrir alla góðu hlutina í lífi mínu sem eru miklu fleiri en ég áttaði mig á. Ég er líka búin að læra að stjórna betur líðan minni þar sem ég er nú einu sinni sú sem sit við stýrið á minni skútu 🙂 Ég upplifi meiri bjartsýni þar sem ég passa uppá að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til núna. Ég á í miklu betri og meiri samskiptum við maka, vini, ættingja og vinnufélaga. Lífsorkan mín er miklu meiri og brosið á auðveldari leið fram en áður.  Ég kann betur að finna fyrir þeirri tilfinningu og hún er góð. Ég á auðveldar núna með að leyfa mér að sýna tilfinningar mínar. Það er gott að tala við hann og maður finnur að hann er að hlusta og að hann vill hjálpa. Hann leggur sig allan fram við að finna aðferðir sem henta hverjum og einum. Hann kenndi mér eitthvað sem ég hafði ekki spáð mikið í áður, en það er að þekkja og læra á tilfinningar sínar. En fyrst og fremst leið mér vel að fara til hans og fannst þægilegt að ræða við hann um mín mál.

    Ingibjörg
  • Mér leið ekki vel, mér leið eins og að ég vissi ekki hver ég væri. Hvar ég endaði og hvar aðrir byrjuðu. Ég var í raun búin að týna sjálfri mér og dróg sjálfa mig og alla í kringum mig niður fyrir það. Ég leitaði til 4 mismunandi sálfræðinga áður en ég ákvað að fara til Kristjáns. Þeir voru allir með misjafnar áherslur, kvíðameðferðir, dáleiðslur og hefðbundna viðtalstíma, svo eitthvað sé nefnt. Ég hafði því eitt miklum tíma og pening í að fá hjálp við það sem ég var að kljást við en ekkert virkaði. Það var kannski ekki endilega það að þessir sálfræðingar hafi ekki verið að vinna vinnuna sína rétt. Þessar aðferðir voru bara ekki fyrir mig.  Svo ákvað ég að fara til Kristjáns. Það breytti leiknum! Það hefur í raun allt breyst. Ég hef áttað mig á því að viðhorf mitt skiptir öllu í þessu langhlaupi sem lífið er. Nú veit ég  betur hver ég er og hvað ég vil, já og hvað ég vil ekki. Ég er orðin betri í að taka ákvarðanir og standa með þeim, setja mörk, hlusta á sjálfa mig og skilja mig betur. Ég horfi á lífið í allt öðru ljósi. Það er eins og að ég hafi sett upp einhver gleraugu, sem ég vissi ekki að voru til, og áttað mig á því að lífið er nákvæmlega það sem þú vilt að það sé. Ég þekki mig og mínar tilfinningar betur. Ég er jákvæðari í alla staði og tilbúin í ný verkefni. Ég hef aldrei verið með jafn mikið sjálfstraust og það veitir mér mikla orku og trú á sjálfri mér. Ég hef séð breytingu í samböndum við mína nánustu vegna þess að ég er orðin mun betri í að tjá tilfinningar mínar, setja mörk og vera alltaf 100% ég sjálf. Ég tel að með auknu sjálfstrausti sé ég líka búin að sjá líkamlegar breytingar því mér þykir vænt um sjálfa mig og langar að hugsa vel um líkama minn. Vegna þess að þessi vinna hefur breytt lífi mínu til hins betra er ég Kristjáni ævinlega þakklát. Hann er með einhverja töfrakrafta sem eru óskiljanlegir, hann skilur þig og skynjar og er með þér í liði frá fyrsta degi. Hann hefur hjálpað mér að elska sjálfa mig og ég vildi óska þess að allir myndu komast á þann stað að geta elskað sig. Kristján á bara svo stórt hrós skilið. Hann vinnur óeigingjarna vinnu sem hjálpar á svo ólýsanlega mikilvægan hátt. Ég er svo endalaust þakklát fyrir þá hjálp sem ég hef fengið frá honum.

    Thelma Hrund Hermannsdóttir
  • Ég var að glíma við bæði andleg og líkamleg vandamál og því leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni. Áður hafði ég prófað margt, eins og þjónustu sálfræðinga og lækna. Tímarnir hjá Kristjáni gerðu mér gott og hann náði að fá mig til að slaka á og sjá hlutina í nýju ljósi. Eftir tímana og þá sérstaklega eftir að fara á bekkinn öðlaðist ég miklu meiri orku og bjartsýni. Ég mæli með honum þar sem hann kann sitt fag og er með hæfileika sem fáir hafa. Þessi vinna bjargaði mér og ég væri ekki á góðum stað í dag ef ég hefði ekki ákveðið að fara til Kristjáns. Hann hjálpaði mér að finna gleðina og tilgang lífsins upp á nýtt! Svo er hann svo skemmtilegur maður.

    Aðalheiður Kristjánsdóttir
  • Ég fór til kristjáns vegna þess að mig vantaði að byggja mig andlega betur upp. Ég hafði prufað margt en enginn náð svona vel til mín áður. Ég fann árangur mjög fljótlega, eða bara á öðrum hittingi okkar. Núna er ég sterkari andlega og líður betur með mig og það sem ég er að gera í mínu lífi. Vinnan mín er mjög krefajandi og ég finn að vinnan með kristjáni hefur hjálpað mér mikið þar. Þar sem ég get sett skýrari mörk gagnvart sjálfri mér og öðrum. Ég finn að samskipti mín við bæði fjölskyldu og vinnufélaga hafa orðið betri. Ég tekst á við hlutina af meiri bjartsýni og er með jákvæðara viðhorf til alls sem ég þarf að takast á við í mínu daglega lífi. Kristján hefur góða nærveru, tekur fólki eins og það er. Fordómalaus. Hjálpar manni að sjá sjálfan sig frá ýmsum sjónarhornum og byggir síðan upp á því jákvæða á hverjum tíma og fer dýpra en flestir sem ég hef áður leitað til. Takk kærlega fyrir mig kristján.

    Júlíana kr. Kristjánsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna andlegra og líkamlegra vandamála. Ég hafði áður prófað slökun og hugleiðslu sem hjálpaði mér fullt, ásamt reglusamlegu líferni. Eftir vinnuna með Kristjáni er mjög margt sem ég er mun meðvitaðri um. Ég horfi á lífið með allt öðrum augum, upplifi mig ekki eins mikið sem fórnalamb og tek hluti minna inná mig. Ég er í nánari tengslum við mig sjálfa og finn meiri ró. Ég á í betri samskiptum við fólkið í kringum mig og sé mun bjartari framtíð en ég gerði áður. Svo er ég ekki eins gagnrýnin á sjálfa mig. Hann hjálpaði mér fullt, hefur góða nærveru og hlýtt hjarta.

    Guðlaug Pétursdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna þess að ég fann til óöryggis og var í töluverðu ójafnvægi. Ég hafði áður prófað að leita til sálfræðings sem hjálpaði í byrjun en ég staðnaði svo. Eftir vinnunna með Kristjáni hefur öryggi mitt komið aftur og ég orðinn meira ég sjálfur á nýjan leik. Ég kann núna að jarðtengja mig og setja mig í fyrsta sæti. Á einfaldara með að skilja mínar eigin tilfinningar. Kristján hefur góða nærveru, þægilegur og afslappaður. Þú þarft ekkert að vita hvað þú ætlar að segja eða tala um. Hann leiðir þig áfram. Hann gerði kraftaverk fyrir mig!  Fær mín bestu meðmæli!

    Andreas Boysen
  • Ég fór til Kristjáns vegna þess að mér leið mjög illa andlega, var leitandi eftir einhverri hjálp, og leist vel á að prófa þetta. Ég hafði áður verið hjá sálfræðingum og talað við prest og auk þess hjá góðum vinum.  Allt hafði þetta virkað ágætlega og þó langt best að tala við prestinn. Þegar ég horfi til baka á tímann sem að ég var hjá Kristjáni, þá var það svo að hann gaf mér ýmis verkfæri til að leita í þegar að mér leið illa.  Eins vakti hann mig til umhugsunar um margt sem að mér gekk svo betur með eftir að hafa rætt við hann. Auðvitað eru þetta skref sem að maður stígur áfram, nokkur í einu og er svo kippt aftur tilbaka, en aldrei eins langt aftur eins og áður. Bjartsýni já kannski er ég bjartsýnni. Orkan er svo tengd því hvernig manni líður andlega og mér líður sannarlega miklu oftar betur andlega en áður og því er ég orkumeiri. Mér finnst ég öruggari með sjálfan mig og mínar ákvaðanir. Mér fannst gott að tala við hann og það finnst mér skipta öllu máli þegar maður er að leita sér hjálpar. Nú hann kunni ýmislegt sem að hann kenndi manni. Það gaf mér líka eitthvað, sem að ég get ekki útskýrt, þegar að hann heilaði mann á bekknum. Það róaði hugann og manni leið vel á eftir. Ég er ánægð eftir þennan tíma hjá Kristjáni og tel mig vera betur stadda en áður.

    Arnfríður Jóhannsdóttir
  • Ég sá fram á að ég yrði að fá aðstoð við að komast upp úr því myrkri sem umlukti mig. Andleg og líkamleg heilsa mín var komin í þrot. Sorgin var að yfirbuga mig. Ég fór í yoga tíma og reyndi að ná að vinna í sjálfri mér, með sorgina mér við hlið, að ná tökum á lífinu. Þetta hélt mér á floti um tíma en svo sá ég fram á að meira þyrfti til. Það er svo margt sem hefur breyst eftir að ég byrjaði að vinna með Kristjáni. Til dæmis: Að finna tilgang með lífinu á ný. Að lifa með sorginni. Að bera virðingu fyrir sjálfri mér. Sjálfstraustið hefur aukist. Með hjálp hans hef ég öðlast bjartsýni á lífið framundan. Ég er bjartsýnni á framtíðina, hlakka til að takast á við það sem býður mín. Er öruggari með mig hvað varðar samskipti við (erfitt)fólk.  Með aðstoð Kristjáns er ég meðvitaðri um að ég þarf stöðugt að styðja og styrkja og næra sjálfið mitt til að takast á við lífið. Kristján hefur hlýja og góða nærveru, og strax í fyrsta tímanum fann ég að ég gat treyst honum fullkomlega. Mér fannst hann næmur á að finna hvernig átti að takast á við sálarástand mitt hverju sinni, sem varð til þess að ég fór fljótt að finna batamerki. Ég mæli svo sannarlega með Kristjáni, hann vinnur af fagmennsku og trúmennsku að betri líðan skjólstæðinga sinna. Ég er ævarandi þakklát fyrir hans hjálp með mín mál.

    Jónína Magnúsdóttir

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...
  • Ég var búin að frétta af Kristjáni hjá vinkonu sem var svo ánægð með námskeiðið, fann þá strax að það myndi henta mér líka 🙂 Hef sótt margskonar námskeið og meðferðir í gegnum tíðina en þetta var á einhverjum öðrum leveli, útpælt og verkefni sem virkuðu. Heilun hefur skilað góðum árangri fyrir mig en sálfræðimeðferð litlum. Þessi vinna hefur gefið mér aukna meðvitund í daglegu lífi, meiri gleði, meiri kærleik og þakklæti sem hefur heldur betur skilað sér í margskonar ávinningi 🙂 Til dæmis meiri lífsánægja, öryggi, jákvæðni, aukin orka, meðvitaðri samskipti , þakklæti og tilhlökkun fyrir því sem koma skal 🙂 Hann hefur þróað meðferð sem virkar fyrir þá sem eru tilbúnir að vinna í sér. Hann er opinn og hress, gefur mikið af sér í vinnunni og er frábær heilari. Takk fyrir mig, þetta var mjög þroskandi og lærdómsríkt, þúertalvegmeðetta 🙂

    Helga Björk Bjarnadóttir
  • Ég fór til Kristjáns  af því að andlega hliðin hjá mér var algjörlega brotin. Ég var brotin á líkama og sál. Ég var ekki búin að prófa neitt annað áður. Eftir nokkra tíma hjá Kristjáni fór ég að sjá lífið í öðru ljósi. Og ég vil meina að hann hafi komið mér aftur á rétta leið. Andlega og líkamlega. Hreinlega bjargað lífi mínu. Ég er algjörlega meira bjartsýn í dag. Líðan mín er miklu betri bæði andlega og líkamlega. Og ég finn að það er alltaf von og tilgangur með lífinu. Bara með því að mæta í herbergið gaf mér ró og frið. Fann mun eftir hvern tíma. Það var mjög erfitt fyrir mig að tjá mig um mína líðan og hvað ég hafði gengið í gegnum til að byrja með. Því ég hef alltaf bara haldið áfram. En þvilikur léttir þegar ég opnaði skelina og náði "andanum" upp á nýtt. Að tala við Kristján er auðvelt og hann gefur góð ráð. Ég er endalaust þakklát fyrir hann alla daga.

    Margrét kristinsdóttir
  • Ég taldi mig ekki þurfa neina aðstoð, þótti mín vandamál vera minni heldur en hjá öðrum og fannst ég ekki eiga það "skilið" að trufla aðra með mínum vandamálum. Ég hef öðlast meira sjálfstraust, ég þori að segja hvernig mér líður. Ég hef einnig áttað mig betur á því hvað skiptir máli, fjölskyldan mín. Það sem hjálpaði mér sérstaklega þar voru bæði samtölin við Kristján sem og þau tæki og tól sem hann kenndi mér. Þakklætisdagbókin fékk mig til að opna hugann og allar æfingarnar sem hann kenndi mér hafa hjálpað mér mjög mikið. Ég er að upplifa miklu meiri bjartsýni og betri samskipti bæði heima fyrir og í vinnu. Eftir þessa 6 mánuði okkar saman er ég miklu orkumeiri, tilfinningalega opnari, bjartsýnni og leyfi mér að vera spenntur fyrir ótrúlegustu hlutum. Kristján fær mann til að grafa djúpt, að vinna úr sínum málum er erfitt en mjög nauðsynlegt fyrir alla sem finna fyrir andlegum þunga. Ég fann frá fyrstu mínútu traustið og einlægnina frá Kristjáni sem varð til þess að við náðum þeim árangri og miklu meiri í raun en ég hafði talið mig getað náð. Takk fyrir allt Kristján!

    Árni Gísli Brynleifsson
  • Ég leitaði til Kristjáns þar sem ég var gjörsamlega týnd í lífinu. Vissi ekki hvaðan ég var að koma eða hvert ég var að fara. Ég hafði verið hjá sálfræðingi sem vinnur með hugrænaatferlismeðferð, og það virkað vel fyrir mig. Á þessum tímapunkti þurfti ég eitthvað annað og meira. Ég er ekki lengur týnd, ég fann sjálfa mig aftur, veit hvert ég er að fara og hvaðan ég kom. Ég er sjálfsöruggari og get sagt að ég sé ánægð með sjálfa mig bæði líkamlega og andlega. Ég hef aldrei verið eins sterk áður og með mitt á hreinu. Ég er að upplifa meiri orku, ég er einfaldlega bara ánægð með lífið. Er hamingjusöm og líður mjög vel. Kristján hefur góða nærveru. Hann spyr spurninga þannig að maður þarf að skoða viðhorf sitt betur. Æfingarnar sem maður fær með sér heim - þær virka. Ef fólk er tilbúið að prófa eitthvað öðruvísi ekki bara að sitja hjá sálfræðingi og spjalla þá er Kristján sá sem getur hjálpað. Kristján kom inn í líf mitt nákvæmlega á þeim tíma sem ég þurfti á hjálp að halda. Án hans væri ég ekki þar sem ég er í dag, hamingjusöm, sjálfsörugg, sterk og ánægð með lífið. Takk fyrir að vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda.

    Guðrún Svava Viðarsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna andlegrar líðan og samskiptavandamála. Ég hafði farið til sálfræðings og lesið sjálfshjálparbækur, það hjálpaði eitthvað en var ekki nóg, það var alltaf eitthvað sem ég náði ekki að vinna með eða átta mig á hvað væri. Í dag er ég mun meðvitaðri um tilfinningar mínar. Ég hef lært og er enn að læra að allar tilfinningar eiga rétt á sér og það sé í lagi að líða allskonar. Það sem er mikilvægt er að samþykkja tilfinningar sínar og leyfa þeim svo að fara sína leið. Ég hef líka lært hversu mikilvægt það er að þekkja sín gildi og mörk. Fylgja þeim og láta vita ef gengið er yfir þau. Það les engin hugsanir og því mikilvægt að láta vita ;). Ég hef líka lært að bera ábyrgð á tilfinningunum mínum. Ég trúi því að ég á það allra besta skilið og leyfi mér að njóta lífsins. Ég upplifi sjálfan mig sterkari og óhræddari við að standa með mér. Ég finn að ef ég er heiðarleg, hrein og bein þá eru samskiptin og mörkin mun skýrari. Ég fer mun sjaldnar í þóknunarhlutverkið og það gefur mér meiri orku og bjartsýni. Kristján er góður hlustandi, tímarnir geta verið krefjandi, sem er gott því þá veistu að það er einhver vinna í gangi. Það er verið að kryfja málin. Kristján er ótrúlega fljótur að sjá og finna ef það eru einhverjar tilfinningar eða atvik sem þarf að vinna með. Hann er góður leiðbeinandi og hefur þá sýn á lífið að það er auðvelt að treysta honum. Hann hefur mikið að gefa. Fyrir þá sem eru tilbúnir til að vinna í sjálfum sér mæli ég hiklaust með Kristjáni. Hann kennir manni leiðir og sýnir hvernig maður getur tekist á við sjálfan sig og unnið sig frá erfiðum tilfinningum og byggt sig upp að nýju, sem sterkari, jákvæðari og meðviðtaðri einstaklingur.

    Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
  • Ég var orðin svo þreytt og leið andlega, aldrei almennilega sátt með lífið og tilveruna. Ég var búin að lesa sjálfshjálpar bækur og fara eftir þeim, náð mér á strik en dottið alltaf í sama farið. Kristján kenndi mér að elska sjálfan mig og setja mig í fyrsta sæti, anda djúpt inn í allar tilfinningar og gefa þeim pláss og sleppa þeim síðan. Ég var orðin andlega stífluð eftir margra ára uppsöfnun af tilfinningum sem voru ekkert að gera fyrir mig lengur, annað en gera mig leiða og andlega þreytta. Hann hefur hjálpað mér að lifa lífinu í lausnum, vera meira í núinu núna og vera jarðtengd. Að vinna úr tilfinningum sem koma upp jafnóðum en ekki geyma þær. Líka að sjá annað fólk öðruvísi og draga ekki annarra tilfinningar inn í mitt líf.  Svo er ég meira andlega og líkamlega meðvituð um hvað hentar mér hverju sinni. Það er gott að  tala við Kristján, hann hlustar og í sameiningu fundum við út hvaða æfing gæti hentað mér fram að næsta tíma til að vinna úr þeirri daglegu óreiðu sem ég var búin að koma mér í. Hann hjálpaði mér að taka til í andlegu hliðinni, hreinsa út tilfinningar sem ég hafði ekkert að gera með lengur, horfa fram á við og lifa í núinu.  Fyrst og fremst lærði ég að elska sjálfan sig og setja mig í fyrsta sæti. Takk innilega fyrir mig, held áfram að vinna úr tilfinningum sem eru að koma upp jafn óðum. Stefnan er tekin á að hafa tilfinninga ruslahaugana tóma framvegis eða allavegana nóg pláss svo engin tilfinning lokist inni. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm með sjálfum mér og ég er í dag. Ég er nóg.

    Guðlaug Rögnvaldsdóttir

Vertu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu sendar fréttir og pistla

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri