Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svarið er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram í Hreyfils-húsinu Fellsmúla 26 á horni Miklubrautar og Grensásvegar 2. hæð til hægri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Ég hef lokað í bili fyrir bókanir í „Stöðumat og framtíðarsýn“. Allt fullt eins og er. Ef þú þarft að ná sambandi við mig og eða vilt komast á biðlista skaltu smella á umslagið neðst til hægri á síðunni og senda mér skilaboð.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í „Stöðumat og framtíðarsýn“.

Hleð inn ...

Hvað segja þau sem hafa prófað!

  • Ég byrjaði að vinna með Kristjáni vegna þess að ég var að glíma við andlega vanlíðan og hafði lítið sjálfstraust. Þetta ástand hafði leitt til félagslegrar einangrunar og samskiptaörðugleika. Ég hafði áður leitað mér aðstoðar hjá sálfræðingum og farið á HAM námskeið en hvorugt virkaði fyrir mig.  Eftir vinnuna með Kristjáni er ég komin með meira sjálfstraust, þori meira að fara út fyrir þægindarammann, rólegri og veit betur hvað ég vil og get. Ég er orðin mikið jákvæðari og bjartsýnni á lífið og tilveruna og hlakka til hvers dags. Kristján er Þægilegur, andrúmsloftið gott. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og maður er tekinn opnum örmum með bros á vör. Ég mæli 100% með Kristjáni.

    Elfa Ingólfsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns vegna þess að ég fann til óöryggis og var í töluverðu ójafnvægi. Ég hafði áður prófað að leita til sálfræðings sem hjálpaði í byrjun en ég staðnaði svo. Eftir vinnunna með Kristjáni hefur öryggi mitt komið aftur og ég orðinn meira ég sjálfur á nýjan leik. Ég kann núna að jarðtengja mig og setja mig í fyrsta sæti. Á einfaldara með að skilja mínar eigin tilfinningar. Kristján hefur góða nærveru, þægilegur og afslappaður. Þú þarft ekkert að vita hvað þú ætlar að segja eða tala um. Hann leiðir þig áfram. Hann gerði kraftaverk fyrir mig!  Fær mín bestu meðmæli!

    Andreas Boysen
  • Þegar ég byrjaði í viðtalstímunum hjá Kristjáni,  var mitt aðalmarkmið að ná betra sambandi við líkama minn og ná betri heilsu líkamlega, tilfinningalega og andlega. Eftir nokkurra mánaða vinnu að þá hef ég öðlast betra jafnvægi á öllum sviðum og er að uppskera betri heilsu, hef breytt mataræðinu, byrjuð aftur í ræktinni eftir 4 ára hlé og er öll að styrkjast 🙂 Einnig tókum við á erfiðum áföllum úr fortíðinni og í dag er meiri og betri sátt í hjarta mínu 🙂 Ég er þakklát fyrir þetta ferðalag 🙂

    Ingibjörg Þengilsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því mig vantaði að komast út úr lífsmunstri  sem ég hafði skapað og var ekki að virka fyrir mig. Ég hafði áður prófað hugleiðslu og jóga sem hafði virkað vel. Í dag er ég  jarðtengdari og lifi í núinu. Ég er hamingjusöm með lífið. Ég er orkumeiri, finn friðsæld innra með mér sem var ekki áður, og treysti sjálfri mér meira til að takast á við verkefnin sem lífið færir mér. Kristján hann hlustar, fer í gegnum erfiða hluti með alúð og hefur þau verkfæri sem þarf til að geta hjálpað. Takk fyrir mig, Kristján. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að vinna með þér. Ég algjörlega elska lífið mitt í dag!

    Helga S. Davíðsdóttir
  • Mér leið ekki vel, mér leið eins og að ég vissi ekki hver ég væri. Hvar ég endaði og hvar aðrir byrjuðu. Ég var í raun búin að týna sjálfri mér og dróg sjálfa mig og alla í kringum mig niður fyrir það. Ég leitaði til 4 mismunandi sálfræðinga áður en ég ákvað að fara til Kristjáns. Þeir voru allir með misjafnar áherslur, kvíðameðferðir, dáleiðslur og hefðbundna viðtalstíma, svo eitthvað sé nefnt. Ég hafði því eitt miklum tíma og pening í að fá hjálp við það sem ég var að kljást við en ekkert virkaði. Það var kannski ekki endilega það að þessir sálfræðingar hafi ekki verið að vinna vinnuna sína rétt. Þessar aðferðir voru bara ekki fyrir mig.  Svo ákvað ég að fara til Kristjáns. Það breytti leiknum! Það hefur í raun allt breyst. Ég hef áttað mig á því að viðhorf mitt skiptir öllu í þessu langhlaupi sem lífið er. Nú veit ég  betur hver ég er og hvað ég vil, já og hvað ég vil ekki. Ég er orðin betri í að taka ákvarðanir og standa með þeim, setja mörk, hlusta á sjálfa mig og skilja mig betur. Ég horfi á lífið í allt öðru ljósi. Það er eins og að ég hafi sett upp einhver gleraugu, sem ég vissi ekki að voru til, og áttað mig á því að lífið er nákvæmlega það sem þú vilt að það sé. Ég þekki mig og mínar tilfinningar betur. Ég er jákvæðari í alla staði og tilbúin í ný verkefni. Ég hef aldrei verið með jafn mikið sjálfstraust og það veitir mér mikla orku og trú á sjálfri mér. Ég hef séð breytingu í samböndum við mína nánustu vegna þess að ég er orðin mun betri í að tjá tilfinningar mínar, setja mörk og vera alltaf 100% ég sjálf. Ég tel að með auknu sjálfstrausti sé ég líka búin að sjá líkamlegar breytingar því mér þykir vænt um sjálfa mig og langar að hugsa vel um líkama minn. Vegna þess að þessi vinna hefur breytt lífi mínu til hins betra er ég Kristjáni ævinlega þakklát. Hann er með einhverja töfrakrafta sem eru óskiljanlegir, hann skilur þig og skynjar og er með þér í liði frá fyrsta degi. Hann hefur hjálpað mér að elska sjálfa mig og ég vildi óska þess að allir myndu komast á þann stað að geta elskað sig. Kristján á bara svo stórt hrós skilið. Hann vinnur óeigingjarna vinnu sem hjálpar á svo ólýsanlega mikilvægan hátt. Ég er svo endalaust þakklát fyrir þá hjálp sem ég hef fengið frá honum.

    Thelma Hrund Hermannsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því ég var að glíma við andleg vandamál og áföll frá æsku. Ég hafði farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs. Kristján hefur fært mér mikilvæg verkfæri sem hjálpa mér að sjá lífið í nýju og betra ljósi. Líðan mín hefur breyst til hins betra eftir að hafa unnið með honum. Hann sýndi mér leiðir til að bæta líf mitt og líðan til hins betra og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Eftir að hafa farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs þá taldi ég að ekkert væri hægt að gera fyrir mig. Svo heyrði ég af Kristjáni og ákvað að gera eina tilraun enn í að reyna að fá aðstoð. Kristján hefur svo sannarlega aðstoðað mig gríðarlega mikið, hefur mjög mikla þekkingu á sínu sviði og mikill fagmaður. Hans þekking hefur hjálpað mér meira en nokkur önnur aðstoð sem ég hef leitað eftir. Mig langar að þakka þér kærlega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, með þinni aðstoð er framtíðin orðin björt og mun ég verða þér ævinlega þakklát.

    Heiða Kristín Helgadóttir

Staðsetning

Ég er með aðstöðu í Fellsmúla 26, – 4. hæð (Hreyfilshúsið) á horni Miklubrautar og Grensásvegar.  Það er bæði lyfta og stigi í húsinu. Þegar þú kemur inn á fjórðu hæðina skaltu fara til hægri og setjast í biðstofu-skotið til vinstri fyrir framan stofuna mína og slaka á þangað til kemur að þér. Ég er oftast á tíma áætlun en ef ég er aðeins á eftir vil ég biðja þig um að sýna þolinmæði.

Algengar spurningar

Hvað er stöðumat og framtíðarsýn?

Stöðumat og framtíðarsýn er frír tími sem tekur um klukkustund. Í tímanum skoðum við þau vandamál sem þú ert að glíma við og hvaða skref þú þarft að taka til þess að ná árangri.  Það er engin skuldbinding um samvinnu falin í því að koma í svona tíma en ef við náum vel saman og ég tel að ég geti hjálpað, má vera að ég bjóði fram aðstoð mína við það.

Í hvernig klæðnaði er best að mæta í tíma?

Ég mæli með því að þú komir í þægilegum léttum klæðnaði sem þér líður vel í.

Hvað er hæfilegt að það líði langur tími á milli tíma?

Við reynum að setja áætlunina þannig upp að þú komir um það bil vikulega til að byrja með en lengjum svo bilið milli tíma er líður á umsamið tímabil. 

Hvernig líður manni eftir tíma?

Það er mjög einstaklings bundið hvernig fólki líður eftir tíma. Flestum líður ákaflega vel. Sumir verða viðkvæmir og þurfa að fara vel með sig. Það fer eftir því hvað er í gangi hjá hverjum og einum. Ef þér líður á einhvern hátt illa eftir tíma skalt þú endilega láta mig vita sem fyrst.

Get ég treyst því að það sem komi fram í tíma fari ekki lengra?

Algerlega. Allt sem okkur fer á milli er trúnaðarmál. Ég ræði samt í einstaka tilvikum skjólstæðinga mína, án þess að gefa upp nöfn, við faglegan umsjónarmann minn til þess að hjálpa til við minn persónulega og starfslega þroska svo ég geti veitt skjólstæðingum mínum sem besta þjónustu.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri