Aðstoð, trúnaður, hlýja og traust.
Ef þú gerir ekkert, breytist ekkert.

Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svarið er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í „Stöðumat og framtíðarsýn“ þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram í Hreyfils-húsinu Fellsmúla 26 á horni Miklubrautar og Grensásvegar 2. hæð til hægri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í „Stöðumat og framtíðarsýn“.

Hleð inn ...

Hvað segja þau sem hafa prófað

  • Ég leitaði til Kristjáns vegna þess að ég var mjög týnd á alla vegu. Þurfti að finna tæki og tól til þess að læra að hlusta á mig sjálfa og átta mig á minni líðan. Ég hafði prófað að fara til ráðgjafa, sálfræðings og al-anon fundi fyrir aðstandendur. Þær breytingar sem orðið hafa á lífi mínu vegna vinnunar með Kritjáni eru breytingar sem þurftu að eiga sér stað.  Ég á auðveldara með að finna mína eigin hamingju og mér finnst ég vera á réttri braut. Nú kann ég betur að hlusta á mig og þegar ég tek ákvörðun þá er það ákvörðun sem ég vel að taka af því það er best fyrir mig. Líðan mín er allt önnur eftir að ég fór að vinna með Kristjáni. Ég sé hlutina öðruvísi og ef mér líður ekki vel, þá veit ég hvað ég þarf að gera til þess að laga það. Það er eins og ég sjái skýrar eftir að ég fór að vinna með honum ef ég get orðað það svoleiðis. Ég myndi mæla með Kristjáni vegna þess að þetta er ekki bara einn tími sem maður mætir í, og svo sérð þú um rest, heldur er þetta vinna sem marg borgar sig tilbaka. Þetta er öruggur staður og maður finnur svo mikið fyrir jákvæðu orkunni. Það er allt annað að vera á þannig stað þar sem maður finnur fyrir svona öryggi. Þegar ég fór að mæta til Kristjáns fór ég að sjá skýrar, hugsaði skýrar og varð besta útgáfan af sjálfri mér. Það gerði mér kleift af sjá allt það sem ég er og það sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég skil betur hvað þakklæti er og hvernig ég get tæklað erfiða hluti í lífinu ásamt því að sjá allt það fallega sem er fyrir framan mig akkúrat hér og nú. Ég hef farið í allskonar vinnu en það hefur aldrei neinn kennt mér hvernig ég get fundið sjálf út úr þeim svörum sem ég þarf, eins mikið og Kristján kenndi mér. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt það sem ég lærði á þessum tíma sem við unnum saman.

    Ylfa Rós Margrétardóttir
  • Ástæðan fyrir því að ég leitaði aðstoðar Kristjáns var mikil andleg og líkamleg vanlíðan og samskiptaleg vandamál. Ég hafði prófað sálfræðinga og námskeið hjá geðheilsuteymi heilsugæslunnar en fannst það ekki skila neinu. Ég sé mig nú í fyrsta skipti í réttu ljósi. Á mikið auðveldara með samskipti við bæði fjölskyldu og fólk almennt. Finnst allt í lífinu auðveldara. Hnúturinn í maganum sama sem horfinn. Elska sjálfa mig í fyrsta skipti á ævinni. Kvíði ekki lengur fyrir næsta degi. Sé núna að ég hef alltaf verið mjög dugleg að takast á við lífið. Er ánægð með mig og veit ég get miklu meira en ég hafði trú á áður. Hef í fyrsta skipti á minni lífsleið áhuga og trú á mér í svona mikla andlega vinnu.  Ég elska hvern tíma og vil helst ekki að hann klárist. Fékk vonina. Jákvæðari, bjartsýnni, hef meiri orku og ég brosi meira. Hef aldrei liðið betur á minni 53 ára ævi. Finn meiri slökun og minni spennu í öllum líkamanum. Augun mín eru bjartari og ég stend beinni og öruggari með líkama minn. Hann hefur indæla og bestu nærveru sem ég hef kynnst. Fann loks þá hjálp og lærdóm sem ég hef leitað af allt mitt líf hjá honum. Það eru ekki til nógu sterk orð til að mæla með honum. Hann er bara bestur. Ef ég þarf svona hjálp eftir einhver ár og hann er en að vinna við Brennan heilun mun ég alltaf fara til hans. Ég hlakka til allra tíma og finnst ég komin langt í betri líðan á styttri tíma en ég hélt að væri bara yfirleitt hægt í þessu lífi. Sé í fyrsta skipti á ævinni hve lífið er og getur verið dásamlegt og gott. Þetta er það allra besta sem ég hef gert allt mitt líf. Finnst ég fyrst núna vera að eignast líf.

    Thelma Pétursdóttir
  • Ég byrjaði að vinna með Kristjáni vegna þess að ég var að glíma við andlega vanlíðan og hafði lítið sjálfstraust. Þetta ástand hafði leitt til félagslegrar einangrunar og samskiptaörðugleika. Ég hafði áður leitað mér aðstoðar hjá sálfræðingum og farið á HAM námskeið en hvorugt virkaði fyrir mig.  Eftir vinnuna með Kristjáni er ég komin með meira sjálfstraust, þori meira að fara út fyrir þægindarammann, rólegri og veit betur hvað ég vil og get. Ég er orðin mikið jákvæðari og bjartsýnni á lífið og tilveruna og hlakka til hvers dags. Kristján er Þægilegur, andrúmsloftið gott. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og maður er tekinn opnum örmum með bros á vör. Ég mæli 100% með Kristjáni.

    Elfa Ingólfsdóttir
  • Ég var búin að frétta af Kristjáni hjá vinkonu sem var svo ánægð með námskeiðið, fann þá strax að það myndi henta mér líka 🙂 Hef sótt margskonar námskeið og meðferðir í gegnum tíðina en þetta var á einhverjum öðrum leveli, útpælt og verkefni sem virkuðu. Heilun hefur skilað góðum árangri fyrir mig en sálfræðimeðferð litlum. Þessi vinna hefur gefið mér aukna meðvitund í daglegu lífi, meiri gleði, meiri kærleik og þakklæti sem hefur heldur betur skilað sér í margskonar ávinningi 🙂 Til dæmis meiri lífsánægja, öryggi, jákvæðni, aukin orka, meðvitaðri samskipti , þakklæti og tilhlökkun fyrir því sem koma skal 🙂 Hann hefur þróað meðferð sem virkar fyrir þá sem eru tilbúnir að vinna í sér. Hann er opinn og hress, gefur mikið af sér í vinnunni og er frábær heilari. Takk fyrir mig, þetta var mjög þroskandi og lærdómsríkt, þúertalvegmeðetta 🙂

    Helga Björk Bjarnadóttir
  • Ég var að glíma við bæði andleg og líkamleg vandamál og því leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni. Áður hafði ég prófað margt, eins og þjónustu sálfræðinga og lækna. Tímarnir hjá Kristjáni gerðu mér gott og hann náði að fá mig til að slaka á og sjá hlutina í nýju ljósi. Eftir tímana og þá sérstaklega eftir að fara á bekkinn öðlaðist ég miklu meiri orku og bjartsýni. Ég mæli með honum þar sem hann kann sitt fag og er með hæfileika sem fáir hafa. Þessi vinna bjargaði mér og ég væri ekki á góðum stað í dag ef ég hefði ekki ákveðið að fara til Kristjáns. Hann hjálpaði mér að finna gleðina og tilgang lífsins upp á nýtt! Svo er hann svo skemmtilegur maður.

    Aðalheiður Kristjánsdóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því mig vantaði að komast út úr lífsmunstri  sem ég hafði skapað og var ekki að virka fyrir mig. Ég hafði áður prófað hugleiðslu og jóga sem hafði virkað vel. Í dag er ég  jarðtengdari og lifi í núinu. Ég er hamingjusöm með lífið. Ég er orkumeiri, finn friðsæld innra með mér sem var ekki áður, og treysti sjálfri mér meira til að takast á við verkefnin sem lífið færir mér. Kristján hann hlustar, fer í gegnum erfiða hluti með alúð og hefur þau verkfæri sem þarf til að geta hjálpað. Takk fyrir mig, Kristján. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að vinna með þér. Ég algjörlega elska lífið mitt í dag!

    Helga S. Davíðsdóttir

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í „Stöðumat og framtíðarsýn“.

Hleð inn ...

Margra ára reynsla!

Kristján Haraldsson er með Bachelor gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands.
Eftir það kláraði hann fjögurra ára nám í Barbara Brennan School of Healing með diploma og bachelor gráðu vorið 2008.
Kristján hefur unnið sem Heilari og Ráðgjafi undanfarin fimmtán ár við góðan orðstír.
Hann hefur líka tekið ýmis námskeið í þjálfun og hefur yfir 30 ára reynslu sem íþróttaþjálfari. Kristján sérhæfir sig í því að aðstoða þá sem hafa neikvæða sjálfsmynd, eru að glíma við kvíða og langar að fá meira út úr lífinu.
Hann er með aðstöðu í Hreyfils-húsinu Fellsmúla 26 á horni Miklubrautar og Grensásvegar 2. hæð til hægri.

Forsíða

Vertu með!

Skráðu þig á listann og fáðu sendar upplýsingar og innblástur.

Okkar hlutverk

Er við komum hingað til jarðar erum við öll svona eins og litlir neistar eða ljós. Öll ljósin falleg líkt og stjörnurnar á næturhimninum.  Það er ekki okkar hlutverk að bera okkar ljós saman við önnur ljós. Okkar hlutverk er að passa að okkar ljós lýsi sem skærast svo að heimurinn missi ekki af því sem við höfum fram að færa.

Hafðu samband!

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri