fbpx

Sjálfsást

Sjálfsást, sjálfsvirðing eða sjálfskærleikur eru sennileag allt orð sem nokkurn veginn þýða það sama í hugum okkar flestra. Hversu oft sýnum við eða gefum við okkur sjálfum sjálfsást er svo annað mál. Flest erum við þannig gerð eftir veru okkar hér á jörðinni hingað til að við höfum lítið eða kannski aldrei leitt hugan að þessu af einhverri alvöru. Okkur finnst sjálfsagt að gefa ýmsum öðrum ást og virðingu en gleymum því að við þurfum líka á ást og virðingu að halda frá okkur sjálfum. Já! Því ekki? Af hverju í ósköpunum ættum við ekki að gefa okkur sjálfum ást og virðingu? Það er jú val, ekki satt? Sumir bíða alla æfi eftir því að fá ást, samþykki og virðingu frá einhverjum nákomnum en fá kannski aldrei. Við getum hins vegar gefið okkur sjálfum ást og virðingu og jafnvel bætt fyrir skortinn að einhveru leiti. Tíminn til þess að breyta þessu er NÚNA!

Sjálfsástar æfing

Að elska og virða sjálfan sig hefur endalausar aukaverkanir. Meðal annars meira öryggi, meiri jákvæðni, betri samskipti og skemmtilegra líf. Hér er æfing sem ég og þú hefðum átt að vera búin að læra fyrir löngu. Einföld og áhrifarík. Gott að gera þetta daglega eða oftar.

Allt sem ég þoli ekki

Þessi æfing er töluvert erfiðari en æfingin á undan. Það er ekki óeðlilegt að þú þurfir að gera hana oftar en einu sinni til þess að ná tökum á henni. Einnig legg ég til að þú sért búin/n að gera æfinguna hér fyrir ofan nokkrum sinnum áður en þú reynir þessa.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri