fbpx

Kjarna eiginleika æfing

Þegar maður er spurður um það hver maður sé eigum við flest erfitt með því að svara því þannig að okkur finnist það vera fullnægjandi. Hugsanlega mundi einhverjum finnast spurningin á ákveðin hátt jafnvel ósangjörn. Við erum allavega ekki hugsanir okkar, þar sem við getum fylgst með þeim. Við erum ekki tilfinningar okkar þar sem við getum líka fylgst með þeim. Auðvitað eru hugsanir okkar og tilfinningar hluti af okkur en ég vil halda því fram að við séum eitthvað ennþá dýpra. Við getum kallað það sál,  meðvitund, kjarna, eða ljós,  jafnvel guðlega partinn í okkur. Ég allavega trúi því að við séum öll innst inni góð og falleg og er við komum í þennan heim vorum við nánast hreinn kærleikur. Það þarf ekki langa stund með eins árs gömlu barni til þess að átta sig á því. Það er ekki hrætt við neitt og treystir skilyrðislaust. Í þessari æfingu gerum við tilraun til þess að tengja okkur betur við kjarnan í okkur og læra að lifa meira út frá kærleika en ótta.

Verkefni

Smelltu á hnapp hér til hliðar og halaðu niður verkefnablaðinu. Gefðu þér næði og smá stund til þess að gera verkefnið. Byrjaðu á því að jarðtengja þig. Svo skaltu fylgja leiðbeiningunum á myndbandinu. Best að gera einu sinni til þrisvar á dag í einhverjar vikur. Auðvitað best að gera þetta það oft að það verði orðið hluti af þér. Gangi þér vel.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri