Jarðtenging
Eitt af því sem við lærum og æfum okkur í á þessu námskeiði er jarðtenging. Til erum ýmsar aðferðir við að jarðtengja sig en sú sem við lærum og notum í dag miðast fyrst og fremst að því að fá okkur betur inn í skrokkinn. Eins mætti segja að fá okkur betur í núið. Lykillinn að þessu er að finna eða skynja í stað þess að hugsa. Þegar við erum jarðtengd finnum við mun meira fyrir líkamanum. Við upplifum hann oftast sem hann sé þyngri. Fætur okkar verða oft heitari en við eigum annars að venjast ef við erum ekki vön því að vera jarðtengd. Með jarðtengingu kemur ró og öryggistilfinning og við upplifum það sem er að gerast akkúrat núna sterkar en ella. Að gera jarðtenginguna sem ég kenni ykkur er algerlega skaðlaust og mundi ég hvetja ykkur til þess að gera hana sem oftast. Bæði meðan á námskeiðinu stendur sem og eftir námskeiðið. Þetta er gott tæki til að grípa til á erfiðum stundum. Þetta hjálpar líka til við að ná dýpri tengingu við sjálfan sig og aðra. Gott getur verið að grípa til jarðtengingarinnar ef þú átt erfitt með að festa svefn á kvöldið eða ef að miklar áhyggjur sækja að.
Miðjun
Miðjunar æfingin sem ég útskýri hér í myndbandinu fyrir neðan er framhalds æfing af síðustu æfingu. Fyrst er mjög mikilvægt að ná góðum tökum á jarðtenginguni. Í æfingunni æfum við okkur að færa athygglina milli núveru(jarðtenging) og hugarveru (vera í huganum. Stórt skref í áttina að aukinni sjálfsvitund. Ég legg til að þú byrjir að gera þessa æfingu þegar þú ert búin að gera jaðrtengingaræfinguna í nokkrar vikur.
Núvitundar æfing
Hér er einföld núvitundar æfing sem gott er að nota inn á milli þess að þú jarðtengir þig. Æfingin er einstaklega auðveld, tekur stuttan tíma og hana er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er. Endilega prófaðu hana.